Jæja maður er mættur aftur. Ég er búinn að vera á leiðinni að hripa eitthvað niður í hálfan mánuð en ekki haft "nennu" til. Nú á ég bara eftir að vinna á föstudag og mánudag og þá er ég kominn í feðraorlof. Ég er næstum því, já næstum því, með samviskubit yfir þessu. Ég verð í heila tvo mánuði heima. Ég hef gert einungis eitt plan og það er að hafa ekkert planað. Alexander og Dísa fara svo í frí 1. júní þannig að við verðum öll heima og ég get varla beðið.
Við hjónin fórum í heilun til Ásrúnar systur Sólrúnar. Ansi gott stuff. Það er ljóst að Ásrún er bara verulega góð í þessu. Reyndar hef ég ekki mikinn samanburð en mér leið verulega vel og var afslappaður á eftir.
Á morgun er 1. maí og ekki eru miklar líkur á að ég fari í gönguna, en af virðingu við minningu fallinna verkamanna þá mun ég ekki gera handtak.
Helgi vinur er á útleið. Ég á eftir sakna hans og ekki síður NBA stundanna. Hann er greinilega á réttri hillu en ég er viss að Sturla er enn fúll yfir því að missa af enn einum rafvirkjanum.
Jæja hripa meira á morgun.
Við hjónin fórum í heilun til Ásrúnar systur Sólrúnar. Ansi gott stuff. Það er ljóst að Ásrún er bara verulega góð í þessu. Reyndar hef ég ekki mikinn samanburð en mér leið verulega vel og var afslappaður á eftir.
Á morgun er 1. maí og ekki eru miklar líkur á að ég fari í gönguna, en af virðingu við minningu fallinna verkamanna þá mun ég ekki gera handtak.
Helgi vinur er á útleið. Ég á eftir sakna hans og ekki síður NBA stundanna. Hann er greinilega á réttri hillu en ég er viss að Sturla er enn fúll yfir því að missa af enn einum rafvirkjanum.
Jæja hripa meira á morgun.
Ummæli